Félagaskipti Gini Wijnaldum til Barcelona er ekki klár. Paris Saint-Germain hefur nefnilega boðið honum stærri samning. Fyrrnefnda félagið hefur þó alls ekki gefist upp í tilraunum sínum til að fá miðjumanninn.
Wijnaldum er að renna út af samningi hjá Liverpool og mun ekki framlengja. Hingað til hefur Barca leitt kapphlaupið um hann en PSG virðist vilja stela honum. Samkvæmt Fabrizio Romano hafa þeir boðið honum mjög stóran samning sem inniheldur hærri fjárhæðir en sá sem Barca er tilbúið að bjóða honum.
Katalóníustórveldið er nú þegar farið að skipuleggja læknisskoðun fyrir Wijnaldum og binda enn vonir við að hann skrifi undir samning til ársins 2024.
Nú bíða bæði félög hins vegar eftir svari frá leikmanninum. Það verður áhugavert að fylgjast með baráttunni um þennan hollenska miðjumann.
Barcelona are waiting for Wijnaldum final decision in the next hours. Barça are already planning medicals in 🇳🇱 for Gini – they still hope him to sign contract until 2024 next week. #FCB
PSG offered Wijnaldum bigger salary, top contract – they’re waiting for Gini answer too ⏳
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2021