Eins og staðan er í dag mun Antonio Conte ekki verða nýr knattspyrnustjóri Tottenham. Fabrizio Romano greinir frá.
Conte hætti sem knattspyrnustjóri Inter Milan á dögunum vegna fjárhagsörðuleika félagsins. Umræðan síðustu daga hefur verið á þann veg að hann sé líklegastur til þess að taka við Tottenham. Nú er hins vegar útlit fyrir að svo verði ekki. Ítalinn er ekki sannfærður um að verkefnið framundan hjá félaginu sé nógu spennandi og er hann ekki hrifinn af öllu því starfsfólki sem hann myndi vinna með. Þá er einnig talað um stórt bil frá launakröfum hans og þess sem Tottenham er tilbúið til þess að bjóða honum.
Annars er það að frétta af Lundúnaliðinu að Fabio Paratici, yfirmaður íþróttamála hjá Juventus, virðist vera að taka við svipaðri stöðu hjá Tottenham.
Antonio Conte is not joining Tottenham at current conditions, confirmed. He’s not convinced about project and staff members. Big difference on salary proposal too. ⚪️🚨 #THFC
Paratici is expected to accept Spurs job.
Spurs will look for different managers, as per @matt_law_dt.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2021