Íslendingalið voru á ferðinni í Svíþjóð og Frakklandi fyrr í kvöld.
Jafnt í Íslendingaslag í Svíþjóð
Kristianstad og Rosengard gerðu jafntefli í stórleik í sænsku úrvalsdeildinni. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad. Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði hjá Rosengard.
Þetta voru fyrstu stigin sem magnað lið Rosengard tapar á leiktíðinni. Þær eru nú með 22 stig eftir átta leiki, á toppi deildarinnar. Kristianstad er í fjórða sæti með 13 stig.
Loksins vann eitthvað annað lið en Lyon
Eftir fjórtán ára einokun Lyon varð Paris Saint-Germain franskur meistari í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir er auðvitað á mála hjá Lyon en spilar ekki þessa stundina þar sem hún ber barn undir belti.
Lið hennar vann sinn leik gegn Fleury, 8-0, í kvöld en það dugði ekki til þar sem PSG vann sinn leik gegn Dijon á sama tíma.