fbpx
Sunnudagur 12.maí 2024
433Sport

Lengjudeild karla: Eyjamenn komu til baka gegn tíu Kórdrengjum

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 4. júní 2021 22:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn leikur fór fram í Lengjudeild karla í kvöld. ÍBV og Kórdrengir gerðu þá jafntefli í hörkuleik í Eyjum.

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Kórdrengja, fékk beint rautt spjald eftir handalögmál á 13. mínútu. Þrátt fyrir það komust gestirnir yfir eftir rúman hálftíma leik. Þá skoraði Þórir Rafn Þórisson. Staðan í hálfleik var 0-1.

Tíu leikmenn Kórdrengja tvöfölduðu forystu sína í upphafi seinni hálfleiks þegar Arnleifur Hjörleifsson skoraði frábært mark með skoti af löngu færi. Felix Örn Friðriksson minkaði muninn fyrir heimamenn á 60. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar var Sito svo búinn að jafna fyrir þá.

Hvorugu liðinu tókst þó að finna sigurmark. Lokatölur 2-2.

Kórdrengir eru í fimmta sæti með 8 stig. ÍBV er í sætinu fyrir neðan með stigi minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Gylfi klúðraði víti en Patrick kom til bjargar

Besta deildin: Gylfi klúðraði víti en Patrick kom til bjargar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

2.deild: Gary Martin kom til bjargar

2.deild: Gary Martin kom til bjargar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að Keane sé kominn vel yfir strikið – ,,Ekki láta soninn borga fyrir fortíðina“

Segir að Keane sé kominn vel yfir strikið – ,,Ekki láta soninn borga fyrir fortíðina“
433Sport
Í gær

Græða svakalega upphæð fyrir það eina að komast í úrslitaleikinn – Fá rúmlega milljarð beint í vasann

Græða svakalega upphæð fyrir það eina að komast í úrslitaleikinn – Fá rúmlega milljarð beint í vasann
433Sport
Í gær

Gylfa Þór hrósað í hástert fyrir þetta viðtal sitt – „Þetta segir mikið um hversu faglegur hann er“

Gylfa Þór hrósað í hástert fyrir þetta viðtal sitt – „Þetta segir mikið um hversu faglegur hann er“
433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna úrvalsdeildarinnar vekur athygli: Nánast óþekkjanlegur – Var hundfúll með ákvörðunina

Fyrrum stjarna úrvalsdeildarinnar vekur athygli: Nánast óþekkjanlegur – Var hundfúll með ákvörðunina
433Sport
Í gær

Kristian gæti misst góðan liðsfélaga í sumar – Er á alltof háum launum

Kristian gæti misst góðan liðsfélaga í sumar – Er á alltof háum launum