Jökull Andrésson markvörður Reading er í áhugaverðu og skemmtilegu viðtali við Morgunblaðið í dag. Jökull er í æfingahópi U21 árs landsliðsins sem æfir þessa dagana.
Jökull er í eigu Reading sem leikur í næst efstu deild en á þessu tímabili var hann lánaður til Exeter og Morecambe sem leika í neðstu deild þar í landi.
Jökull fékk mikið lof fyrir frammistöðu sínar en hann naut þess að spila í þessari neðstu deild þó margt væri skrýtið. „Þú finnur að topp 6-8 liðin reyna að spila fótbolta en restin af liðunum sparkar bara fram og reyna að vera leiðinleg við markmanninn,“ sagði Jökull við Morgunblaðið.
Eitt af því sem Jökli í opna skjöldu var þegar karlmaður og andstæðingur hans fór að káfa á rassi hans.
„Það var einn sem var alltaf að klípa í rassinn á mér. Það var ótrúlega skrítið því hann hætti því ekki. Svo reyndi hann að taka markmannshanskana af mér. Maður upplifði rosalega marga hluti þarna sem maður hefur aldrei gert áður.“