Nú er það ljóst að Portúgal mætir Þýskalandi í úrslitaleik Evrópumóts U-21 landsliða. Rétt í þessu lauk leik Hollands og Þýskalands og þar hafði Þýskaland betur með tveimur mörkum gegn einu.
Hinn ungi og bráðefnilegi Florian Wirtz, fæddur árið 2003, var á eldi í byrjun leiks og var búinn að koma Þjóðverðum 2-0 yfir eftir aðeins átta mínútna leik. Fyrra markið kom eftir aðeins 29 sekúndur. Schuurs minnkaði muninn á 67. mínútu og þar við sat.
Holland 1 – 2 Þýskaland
0-1 Wirtz (´1)
0-2 Wirtz (´8)
1-2 Schuurs (´67)
Fyrr í dag sigraði Portúgal Spánverja í hinum undanúrslitaleiknum. Jorge Cuenca varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í leiknum og var það eina mark leiksins.
Spánn 0 – 1 Portúgal
0-1 Jorge Cuenca sjálfsmark (´80)
Þýskaland og Portúgal mætast því í úrslitaleik EM U-21 6. júní klukkan 19:00.