fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

EM U21 – Þýskaland mætir Portúgal í úrslitum

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 3. júní 2021 20:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er það ljóst að Portúgal mætir Þýskalandi í úrslitaleik Evrópumóts U-21 landsliða. Rétt í þessu lauk leik Hollands og Þýskalands og þar hafði Þýskaland betur með tveimur mörkum gegn einu.

Hinn ungi og bráðefnilegi Florian Wirtz, fæddur árið 2003, var á eldi í byrjun leiks og var búinn að koma Þjóðverðum 2-0 yfir eftir aðeins átta mínútna leik. Fyrra markið kom eftir aðeins 29 sekúndur. Schuurs minnkaði muninn á 67. mínútu og þar við sat.

Holland 1 – 2 Þýskaland
0-1 Wirtz (´1)
0-2 Wirtz (´8)
1-2 Schuurs (´67)

Fyrr í dag sigraði Portúgal Spánverja í hinum undanúrslitaleiknum. Jorge Cuenca varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í leiknum og var það eina mark leiksins.

Spánn 0 – 1 Portúgal
0-1 Jorge Cuenca sjálfsmark (´80)

Þýskaland og Portúgal mætast því í úrslitaleik EM U-21 6. júní klukkan 19:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Högg í maga Liverpool
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rashford mætti seint og var refsað

Rashford mætti seint og var refsað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta í sögubækurnar í gær – Enginn annar náð þessu gegn Guardiola

Arteta í sögubækurnar í gær – Enginn annar náð þessu gegn Guardiola
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá skilaboðum sem hann fékk frá Diogo Jota – Sýnir hvaða mann hann hafði að geyma

Segir frá skilaboðum sem hann fékk frá Diogo Jota – Sýnir hvaða mann hann hafði að geyma
433Sport
Fyrir 2 dögum

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“