fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433

Fram kynnir nýjan yfirmann knattspyrnumála

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Fram hefur gengið frá ráðningu Aðalsteins Aðalsteinssonar í starf yfirmanns knattspyrnumála frá 1. ágúst 2021.

Aðalstein þarf ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugafólki en hann er í dag aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. Aðalsteinn á glæstan feril að baki sem leikmaður Víkings og hefur eftir að ferlinum lauk þjálfað nokkur lið með góðum árangri en hann hefur þjálfað hjá Fram síðan 2009.

Aðalsteinn mun hafa yfirumsjón með faglega hlutanum í rekstri knattspyrnudeildar, hafa umsjón með afrekshluta starfsins, koma að samningamálum þjálfara og leikmanna ásamt því að móta starf yngri flokka félagsins.

„Það er mikill fengur fyrir Fram að fá Aðalstein í þetta starf og við hlökkum til samstarfsins á komandi árum,“ segir á vef Fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Högg í maga Liverpool
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rashford mætti seint og var refsað

Rashford mætti seint og var refsað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta í sögubækurnar í gær – Enginn annar náð þessu gegn Guardiola

Arteta í sögubækurnar í gær – Enginn annar náð þessu gegn Guardiola
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá skilaboðum sem hann fékk frá Diogo Jota – Sýnir hvaða mann hann hafði að geyma

Segir frá skilaboðum sem hann fékk frá Diogo Jota – Sýnir hvaða mann hann hafði að geyma
433Sport
Fyrir 2 dögum

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“