fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Þórir Jóhann á lausu í haust og Óskar Hrafn hefur áhuga: „Nú verð ég að segja Börkur, farðu inn í þennan deal“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 13:34

Þórir Jóhann Helgason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hefur áhuga á að semja Þóri Jóhann Helgason leikmann FH og íslenska landsliðsins. Þórir lék sinn fyrsta A-landsleik um liðna helgi gegn Mexíkó.

Samningur Þóris við FH er á enda í haust og því geta önnur félög hafi viðræður við hann, Breiðablik er byrjað að reyna að sannfæra hann samkvæmt hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

„Að sjálfsögðu eru Blikarnir komnir í þetta, þeir eru vakandi. Nú verð ég að segja Börkur, farðu inn í þennan deal,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnandi þáttarins og átti þar við Börk Edvardsson formann knattspyrnudeildar Vals.

Breiðablik hefur verið duglegt að sækja leikmenn á frjálsri sölu frá önnur félögum eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við sem þjálfari, hann ku vilja Þóri í herbúðir blika.

Hjörvar segir að Valur þurfi að uppfæra lið sitt og yngja upp, Þórir Jóhann hefur verið frábær í upphafi tímabils með FH og er aðeins tvítugur.

„Þú ert með eldgamalt lið Vals, þú varst að kaupa 11 milljóna króna leikmann (Guðmund Andra Tryggvason) sem hefur ekki spilað fótbolta í tæp tvö ár. Börkur þetta er leikmaður sem þú þarft að sækja, þú getur ekki mætt 17 árið í röð með Sigurð Egil, Patrick Pedersen, Hauk Pál og Kidda Frey.“

„Þú verður að uppfæra. Hann er byrjaður að sækja Tryggva (Hrafn Haraldsson), Guðmund Andra og ætti að sækja þennan.“

Þórir Jóhann fagnar 21 árs afmæli sínu á þessu ári en hann ólst upp í Haukum áður en hann fór í FH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað
433Sport
Í gær

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Í gær

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga