Hefði Jose Mourinho ekki stokkið á tilboð Roma á dögunum eru góðar líkur á því að hann væri við stjórnvölin hjá Real Madrid í dag.
Real Madrid réð Carlo Ancelotti til starfa í vikunni eftir að Zinedine Zidane sagði starfi sínu lausu.
Telegraph fjallar um málið og segir að Jose Mourinho hafi fengið boð um starfið, Þar segir að Real Madrid hafi í tvígang sett sig í samband við Mourinho eftir að Zidane sagði upp.
Mourinho réð sig til Roma á dögunum, aðeins nokkrum vikum eftir að hann var rekinn úr starfi Tottenham.
Mourinho líkt og Ancelotti hafði áður stýrt Real Madrid og var Florentino Perez sagður spenntur fyrir því að fá hann til starfa aftur. Mourinho gat hins vegar ekki sagt sig frá starfi Roma og því fékk Ancelotti starfið.