fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Benedikt skilur ekki hvað gekk á í hausnum á Emil Atlasyni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var margt áhugavert sem átti sér í Árbænum á sunnudag þegar Fylkir og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli. Magnus Anbo kom Stjörnunni yfir um miðjan fyrri hálfleik með skalla eftir aukaspyrnu. Undir lok hálfleiksins fékk Emil Atlason beint rautt spjald fyrir brot á Arnóri Gauta og Stjörnumenn spiluðu því manni færri allan seinni hálfleikinn.

Fylkir sótti stíft í seinni hálfleik og uppskáru mark á 80. mínútu þegar Djair kom boltanum í netið. Ekki komu fleiri mörk í leikinn og jafntefli niðurstaðan í leiknum.

Rauða spjald Emils reyndist Stjörnunni dýrkeypt en hann sparkaði þá í leikmann Fylkis á miðjum vellinum, Vilhjálmur Alvar dómari leiksins var fljótur að rífa upp rauða spjaldið. „Ég er búinn að horfa á þetta svona sex sinnum, ég átta mig engan vegin á því hvað hann er að huga. Það er ekki eins og Emil sé tvítugur,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson í sjónvarpsþætti okkar í vikunni.

„Ég fyrirgef honum ef hann hefði farið í skallabolta og rekið olnbogann í hann, þarna er hann að hlaupa á miðjunni og rekur hnéð í rassinn. Mér finnst eins og Villi Alvar flauti eins og hann sé hissa

Emil hefur ekki tekist að skora fyrir Stjörnuna í sumar en hann er eini hreinræktaði framherji félagsins. „Hann er ekki að koma með mikið til borðsins, kannski er þetta lýsandi er þetta í vandræðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Högg í maga Liverpool
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rashford mætti seint og var refsað

Rashford mætti seint og var refsað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta í sögubækurnar í gær – Enginn annar náð þessu gegn Guardiola

Arteta í sögubækurnar í gær – Enginn annar náð þessu gegn Guardiola
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá skilaboðum sem hann fékk frá Diogo Jota – Sýnir hvaða mann hann hafði að geyma

Segir frá skilaboðum sem hann fékk frá Diogo Jota – Sýnir hvaða mann hann hafði að geyma
433Sport
Fyrir 2 dögum

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“