Kylian Mbappe er líklegur til þess að yfirgefa herbúðir Paris St-Germain í sumar en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. Mbappe hefur ekki viljað framlengja samning sinn.
Draumur Mbappe frá unga aldri hefur verið að spila með Real Madrid og sá draumur er líklegur til þess að rætast í sumar.
La Gazzetta dello Sport segir að Mbappe fari til Real Madrid í sumar og muni það setja af hringrás með framherja hjá PSG og Juventus.
Cristiano Ronaldo færi þá til PSG til að fylla skarð Mbappe en vitað er til þess að forráðamenn Juventus hafi áhuga á að losna við launapakka Ronaldo.
Juventus myndi þá nýta sér það til að sækja Mauro Icardi frá PSG en framherjinn frá Argentínu hefur sterkar tengingar inn til Ítalíu.