Manchester United ætlar að reyna að klófesta Kieran Trippier bakvörð Atletico Madrid í sumar. Spænska félaginu vantar fjármuni og eru tilbúnir að selja leikmenn.
Trippier hefur verið í herbúðum Atletico Madrid í tvö ár en liðið varð spænskur meistari á dögunum.
Trippier hefur áhuga á því að koma aftur til Englands en hann lék áður með Tottenham og Burnley þar í landi. Ole Gunnar Solskjær vill samkeppni við Aaron Wan-Bissaka.
United er að skoða markaðinn en samkvæmt fréttum vill félagið fá Raphael Varane og Jadon Sancho í sumar. Þar kemur einnig fram að Solskjær hafi ekki mikla fjármuni í sumar til leikmannakaupa, hann þarf því að vanda val sitt.
Tom Heaton kemur frítt til félagsins í lok mánaðarins en einnig eru líkur á að Solskjær selji einhverja leikmenn til að fjármagna kaupa.