Trent Alexander-Arnold fór meiddur af velli í vináttulandsleik Englands gegn Austurríki í kvöld. Það á eftir að koma nánar í ljós hversu alvarleg meiðslin eru.
Trent fór út af seint í leiknum, sem England vann 1-0. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, telur að meiðslin séu á læri.
Melissa Reddy, blaðamaður á The Independent, hafði eftir Southgate að það muni koma í ljós á næstu 24-48 klukkustundum hversu alvarleg meiðslin eru og hversu lengi leikmaðurinn þarf að vera frá. Evrópumót landsliða hefst þann 11. júní og því ljóst að Trent er í kapphlaupi við tímann um að ná því.
Gareth Southgate says he thinks Trent Alexander-Arnold picked up a thigh injury. Exact diagnosis and extent will be known in the next 24-48 hours.
— Melissa Reddy (@MelissaReddy_) June 2, 2021