Khaldoon Al Mubarak stjórnarformaður Manchester City hefur lofað því að taka upp stóra og þykka veskið til að styrkja liðið í sumar.
Harry Kane er efstur á óskalista City í sumar og er búist við því að Al Mubarak láti til skara skríða og reyni að klófesta enska framherjann. Kane vill komast frá Tottenham og City er líklegasti áfangastaður hans.
„Þú þarft alltaf að vera að styrkja liðið. Að vinna deildina gefur þér ekki ástæðu til þess að slaka á, þú verður að gefa í. Annað eru mistök,“ sagði Al Mubarak.
„Við höfum missti goðsögn í Sergio Aguero, það eru stórir skórnir að fylla í. Ég er öruggur á því að við finnum rétta leikmanninn. Það eru aðrar stöðu sem við verðum að styrkja líka, þetta eru ekki margar stöður. Þetta nýst ekki um magn heldur gæði.“
„Þetta er magnaður hópur, þú vinnur ekki deildina og ferð í úrslit Meistaradeildarinnar án þess að vera með frábæran hóp.“