fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Rifja upp gömul ummæli Carragher eftir valið á landsliðshópnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 19:30

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski landsliðshópurinn fyrir Evrópumótið í sumar var valinn í dag. Athygli vekur að fjórir hægri bakverðir eru í hópnum. SPORTbible rifjaði upp ummæli Jamie Carragher um bakverði í tilefni dagsins.

Hægri bakverðirnir fjórir eru Trent Alexander-Arnold, Kyle Walker, Kieran Trippier og Recce James. Þó er talað er um að Trent muni leika sem miðjumaður á mótinu, komi hann við sögu.

Í upphafi árs 2020 talaði Jamie Carragher um það á Sky Sports að engan ungan leikmann langi til þess að vera bakvörður. ,,Það langar engan til þess að verða Gary Neville þegar hann verður fullorðinn,“ var á meðal þess sem Carragher sagði. Allt var þetta sagt á léttum nótum en Neville, sem lék sem hægri bakvörður á ferli sínum, var með honum í útsendingunni.

Það er spurning hvort að fleiri unga leikmenn dreymi um að verða bakverðir eftir að sjá landsliðshóp Englands. Myndband af ummælum Carragher má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“