fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Treysta Rúnari Alex ekki og leita lausna

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 18:50

Rúnar Alex í leik með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er í leit að varamarkverði til þess að veita Bernd Leno samkeppni á næstu leiktíð. Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá félaginu en verður líklega ekki treyst til þess að vera markvörður númer tvö á Emirates-vellinum. Líklegasta niðurstaðan er sú að Mat Ryan komi aftur til félagsins. Football.London greinir frá.

Rúnar Alex kom til Arsenal fyrir síðasta tímabil og lék alls sex leiki í öllum keppnum fyrir félagið. Hann sýndi ágætis takta inn á milli en virkaði þó oft ótraustur. Þá gerði hann tvö slæm mistök í leik gegn Manchester City í deildabikarnum.

Ryan var fenginn til Arsenal á láni í janúar til þess að veita Leno samkeppni. Hann lék þrjá leiki og stóð sig nokkuð vel. Það er líklegt að hann komi frítt til félagsins í sumar og verði áfram markvörður númer tvö.

David Raya, markvörður Brentford, hefur einnig verið á blaði hjá Arsenal. Hann var með klásúlu í samningi sínum um það að hann mætti fara fyrir 10 milljónir punda ef Brentford hefði mistekist að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Hún féll þó úr gildi þegar liðinu tókst það á dögunum. Það er því ólíklegt að Arsenal reyni við hann áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“