fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Allt sauð upp úr á Akureyri um helgina: Sveinn settur í erfiða stöðu – Hvað sagði Ísak Atli?

433
Þriðjudaginn 1. júní 2021 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru læti á Akureyri á föstudag þegar Afturelding heimsótti Þór í Lengjudeild karla. Seint í leiknum átti Afturelding að fá vítaspyrnu þegar Jóhann Helgi Hannesson leikmaður Þórs varði boltann með hendi á marklínunni. Dómari leiksins, Sveinn Arnarson dæmdi ekkert.

Staðan var 2-1 fyrir Þórsara þegar atvikið kom upp og voru leikmenn Aftureldingar æfir yfir því að Sveinn skildi ekki dæma, Ísak Atli Kristjánsson leikmaður Aftureldingar blótaði Sveini í sand og ösku og uppskar að lokum rautt spjald.

„Þetta er svakalega dýrkeypt, Afturelding hefði fengið vítamínsprautu þarna og getað klárað þetta. Það er lélegt hjá dómara leiksins að sjá þetta ekki, þú getur lesið í hvernig þeir bregðast við og hversu flóttalegur Jóhann Helgi. Hann hefði getað stoppað þetta og rætt við línuvörðinn,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur Lengjudeildarinnar í markaþætti okkar í dag.

Hefði Svein blásið í flautu sína og dæmt víti hefði hann einnig rekið Jóhann Helga af velli.

Hörður Snævar Jónsson stjórnandi þáttarins sagði Svein vera í erfiðri stöðu. „Sveinn Arnarson dómari leiksins, hann býr á Akureyri en er ekki þaðan. Er þetta ekki óheppileg staða fyrir hann að vera í, hann umgengst fullt af Þórsurum. Akureyri er þannig séð lítið samfélag, á KSÍ ekki að senda mann að dæma sem hefur enga tengingu í samfélagið?,“ sagði Hörður.

Hrafnkell tók undir það. „Algjörlega, ég hef spilað marga leiki fyrir norðan í neðri deildunum. Maður sér það oft að dómarinn þekkir leikmennina í hinu liðinu, ég vil sjá KSÍ senda dómara úr bænum þangað. Það er miklu betra fyrir alla.“

Atvikið má sjá í upphafi markaþáttarins hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Í gær

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið