fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Sex menn á innkaupalista Evrópumeistaranna – Tveir framherjar koma til greina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 31. maí 2021 09:30

Harry Kane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel stjóri Chelsea ætlar að styrkja lið sitt verulega í sumar þrátt fyrir að hafa verið að vinna Meistaradeildina um helgina.

Tuchel vill bæta við framherja og Telegraph opinberar það hvaða menn eru á innkaupalista félagsins. Þar kemur fram að Chelsea útiloki ekki að kaupa Harry Kane, framherjinn vill fara frá Tottenham.

Talið er líklegast að Kane fari til Manchester City en verðmiðinn á honum verður í kringum 150 milljónir punda.

Romelu Lukaku framherji Inter er einnig á lista Chelsea en hann var áður í herbúðum Chelsea og gæti nú snúið aftur til félagsins.

Tuchel vill samkvæmt Telegraph kaupa Adama Traore kantmann Wolves og gera úr honum vængbakvörð. Tuchel skoðar einnig Jonas Hofmann, leikmann Borussia Monchengladbach en Tottenham og Leicester hafa líka áhuga á honum.

Declan Rice miðjumaður West Ham er áfram á lista Chelsea en 100 milljóna punda verðmiði West Ham fælir félög frá. Aurelien Tchouameni hjá Monaco er líklegri kostur fyrir Chelsea.

Tuchel ku fá um 200 milljónir punda tli að kaupa leikmenn í sumar, að auki getur hann selt leikmenn og fengið fjármuni fyrir það. Tammy Abraham, Fikayo Tomori og fleiri eru til sölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni