Barcelona hefur boðið Liverpool að fá Philippe Coutinho aftur en frá þessu greina miðlar á Spáni, Coutinho gekk í raðir Barcelona frá Liverpool árið 2018.
Kaupverðið átti að vera í kringum 140 milljónir punda en Börsungar hafa ekki borgað allt en félagið er í miklum fjárhagsvandræðum.
Börsungar skulda Liverpool um 43 milljónir punda í dag og vilja senda Coutinho til baka og afskrifa þá skuld. Liverpool þyrfti ekki að borga neitt, aðeins afskrifa skuldir.
Coutinho var frábær fyrir Liverpool áður en hann hélt til Barcelona en, þar hefur hann ekki fundið sitt besta form.
Coutinho hefur spilað 90 leiki fyrir Barcelona og skorað 24 mörk en hann var á láni hjá FC Bayern tímabilið 2019/20. Barcelona skuldar um milljarð evra og reyna að losa um skuldir til að rétta skútuna við.