Það var glúrinn tippari sem fékk 13 rétta á Laugardagsseðilinn í getraunum um helgina.
Tipparinn tvítryggði 5 leiki og þrítryggði einn leik sem var úrslitaleikur Man. City – Chelsea í Meistaradeildinni.
Getraunaseðillinn kostaði 1.440 krónur og varð tipparinn 4,8 milljónum króna ríkari.