Manchester United ætlar ekki að borga 120 milljónir punda fyrir Harry Kane í sumar. Félagið ætlar frekar að leggja allt í sölurnar við að fá Jadon Sancho til félagsins og bíða svo í eitt ár og reyna að landa Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund sem getur verið framherji liðsins til lengri tíma segir í frétt Daily Mail.
Solskjaer byrjaði strax að vinna í næsta tímabili United eftir tapið gegn Villareal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Líklegt er að Manchester City láti til skara skríða og klófesti Kane sem vill fara frá Tottenham.
Á meðan framtíð Kane er í óvissu er hann að undirbúa sig undir Evrópumótið í sumar, þar mun hann skarta nýjum skóm sem vekja mikla athygli.
Þar minnir Kane á eigið ágæti en á skónum kemur fram að Kane hefur unnið gullskóinn á Englandi í þrígang.
Skóna má sjá hér að neðan.