fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
433Sport

Verstu félagaskipti tímabilsins í enska boltanum

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 31. maí 2021 08:00

Rhian Brewster

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar ensku úrvalsdeildinni er lokið þá er hægt að líta yfir tímabilið og skoða hvað fór vel og hvað fór illa. DailyMail tók saman lista yfir verstu félagaskipti tímabilsins í enska boltanum.

1. Rhian Brewster (Liverpool til Sheffield United)
Dýrasti leikmaður Sheffield frá upphafi og átti að sjá um að skora mörkin en hann skoraði ekkert.

2. Donny Van De Beek (Ajax til Manchester United)
Donny hefur lítið fengið að spila þar sem Solskjaer virðist ekki hafa áhuga á því að nota hann. Hann hefur ekki heillað þegar hann hefur fengið tækifæri.

3. Willian (Chelsea til Arsenal)
Willian kom á frjálsri sölu til Arsenal síðasta sumar. Hann byrjaði frábærlega í fyrsta leik en svo dalaði leikur hans verulega. Hann á ennþá tvö ár eftir á samningi sínum við Arsenal.

4. Karlan Grant (Huddersfield til West Brom)
Nýliðarnir í West Brom eyddu 15 milljónum punda í sóknarmann sem skoraði aðeins eitt mark á leiktíðinni.

5. Terence Kongolo (Huddersfield til Fulham)
Fulham vissi af meiðslasögu hans en ákvað samt að fá hann að láni. Leikmaðurinn náði aðeins að spila einn deildarleik, sem var tapleikur, og var meiddur restina af tímabilinu.

6. Nathan Ake (Bournemouth til Manchester City)
Hann á vissulega 2 medalíur eftir tímabilið en hann er líklega ekki ánægður með eigin frammistöðu. Hann var mikið meiddur og heillaði ekki í vörn Englandsmeistaranna þegar hann fékk tækifæri.

7. Ozan Kabak (Schalke til Liverpool)
Liverpool lenti í miklum meiðslavandræðum í vörninni þegar Van Dijk, Gomez og Matip lentu í langtíma meiðslum og var Kabak fenginn að láni frá Schalke. Hann heillaði ekki og Liverpool komst loksins á skrið í lokaleikjunum þegar hann spilaði ekki.

8. Joshua King (Bournemouth til Everton)
Joshua King kom til Everton í janúar og náði hvorki að skora né leggja upp.

9. Michy Batshuayi (Chelsea til Crystal Palace)
Batshuayi skoraði aðeins 2 mörk fyrir Crystal Palace en hann kom á láni frá Chelsea. Leikmaðurinn hefði líklega verið ofar á listanum ef hann hefði verið keyptur. Hann var þó valinn í hóp Belgíu fyrir EM.

10. Thomas Partey (Atlético Madrid til Arsenal)
Aðdáendur Arsenal voru virkilega spenntir fyrir þessu en leikmaðurinn hefur ekki heillað á tímabilinu enda verið mikið meiddur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun Chelsea samþykkja skiptin?

Mun Chelsea samþykkja skiptin?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Harðhaus Villa reif treyju Greenwood – Sjáðu slagsmálin

Harðhaus Villa reif treyju Greenwood – Sjáðu slagsmálin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg
433Sport
Í gær

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa bullandi trú: ,,Hann mun ganga frá þér“

Arteta virðist hafa bullandi trú: ,,Hann mun ganga frá þér“