fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

„Við skildum ekki hugmyndafræði Pirlo“

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 30. maí 2021 18:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adrien Rabiot viðurkenndi í viðtali á dögunum að hluti af leikmönnum Juventus hafi ekki skilið hugmyndafræði Andrea Pirlo, sem var rekinn sem þjálfari Juve á dögunum.

Juventus hafði unnið deildina níu ár í röð en eftir slakt tímabil hjá liðinu í ár stóð Inter Milan uppi sem sigurvegari. Juve tapaði einnig mjög óvænt gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðið tryggði sér Meistaradeildarsæti í síðasta leik tímabilsins með sigri gegn Bologna og reyndist það lokaleikur Pirlo.

Adrien Rabiot viðurkenndi í viðtali við Gazzettuna að leikmenn hafi ekki skilið hugmyndir þjálfarans almennilega.

„Sumir skildu ekki hugmyndafræði hans eins vel og við hefðum átt að gera, til dæmis áttum við að verjast í 4-4-2 og breyta svo um taktík þegar við fórum fram og þá fóru ýmsir leikmenn úr stöðu,“ sagði Rabiot í viðtali við Gazzettuna.

„Ég sendi honum skilaboð til að segja að hann átti skilið meiri tíma til að sýna fram á gæðin í þessari hugmyndafræði. En í fótboltanum í dag er enginn tími.“

„Ég kann virkilega að meta hann sem persónu og þjálfara.“

Rabiot var valinn í hóp Frakklands fyrir EM í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar