fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Harry Kane ekki á leið til Manchester United eftir allt saman?

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 30. maí 2021 18:45

Harry Kane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætlar ekki að borga 120 milljónir punda fyrir Harry Kane í sumar. Félagið ætlar frekar að leggja allt í sölurnar við að fá Jadon Sancho til félagsins og bíða svo í eitt ár og reyna að landa Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund sem getur verið framherji liðsins til lengri tíma segir í frétt Daily Mail.

Solskjaer byrjaði strax að vinna í næsta tímabili United eftir tapið gegn Villareal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Edinson Cavani skrifaði nýlega undir framlengingu á samningi sínum við Manchester United og er því ekki talið forgangsatriði að semja við hreinræktaðan framherja í sumar og reyna frekar að ná í Sancho.

Sancho hefur verið frábær fyrir Dortmund og hjálpaði liðinu í ár við að vinna þýska bikarinn og tryggja liðinu Meistaradeildarsæti. Þá skoraði hann 10 mörk í síðustu 15 leikjum.

Kane hefur sagt Tottenham frá því að hann vilji fara frá félaginu til þess að vinna titla. Leikmaðurinn á ennþá 3 ár eftir af samningi við liðið og vill United ekki fara í harða baráttu um framherjann við Manchester City þar sem framherji er ekki aðalmarkmiðið í sumar.

Solskjaer ætlar sér svo að nýta árið til þess að sannfæra Haaland um að koma til United næsta sumar. Haaland hóf feril sinn hjá Molde þar sem Solskjaer var einmitt þjálfari liðsins og þekkjast þeir félagar því vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu