Miðvörðurinn Thiago Silva verður áfram hjá Chelsea á næsta tímabili. Þá ætlar félagið í viðræður við Thomas Tuchel um nýjan langtímasamning. Fabrizio Romano greinir frá þessu í kvöld.
Silva kom til Chelsea frá Paris Saint-Germain fyrir tímabilið sem var að klárast. Hann gerði aðeins eins árs samning við félagið þá en klásúla var sett í samninginn þess efnis að Chelsea gæti framlengt hann um eitt ár. Það munu þeir gera.
Tuchel tók við Chelsea í janúar eftir að Frank Lampard var rekinn. Hann gerði 18 mánaða samning þá en mun nú fara í viðræður um langtímasamning.
Eins og allir vita þá vann Chelsea Meistaradeild Evrópu í kvöld eftir sigur á Manchester City í úrslitaleiknum.
Thiago Silva will sign his new contract with Chelsea until June 2022 – the one year extension clause will be triggered. He’s staying.
Chelsea will open talks also with Thomas Tuchel in the next days – long-term contract set to be offered and discussed.#CFC #UCLFinal 🔵✍🏻⌛️ pic.twitter.com/CzkPGcsfjL
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2021