fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Chelsea er Evrópumeistari eftir sigur á Manchester City

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 29. maí 2021 20:59

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er Evrópumeistari eftir sigur á Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.

Raheem Sterling fékk fyrsta færi leiksins á 8. mínútu þegar Ederson átti langa sendingu inn fyrir vörn Chelsea en Reece James tókst að verjast honum. Stuttu síðar átti Mason Mount fyrirgjöf á Timo Werner hinum megin en sá síðarnefndi hitti ekki boltann úr fínu færi. Werner fékk aftur gott færi nokkrum mínútum síðar en skaut beint á Ederson í markinu.

Leikurinn róaðist aðeins eftir þetta. Um miðjan fyrri háfleikinn slapp Phil Foden þó í gegn en Antonio Rudiger gerði frábærlega í að koma sér fyrir hann.

Á 42. mínútu skoraði Kai Havertz fyrir Chelsea. Hann fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörn City frá Mason Mount, náði mikilvægri snertingu á boltann til þess að komast framhjá Ederson og skoraði í autt markið. 1-0 var staðan í hálfleik.

Kai Havertz skorar mark sitt í kvöld. Mynd/Getty

Seinni hálfleikur var fremur rólegur. Um hann miðjan átti Riyad Mahrez sendingu fyrir mark Chelsea, Gabriel Jesus virtist einungis eiga eftir að pota boltanum í markið en á ögurstundu kom Cesar Azpilicueta.

Stuttu síðar fékk Christian Pulisic dauðafæri til að fara langt með leikinn fyrir Chelsea. Þá var hann nýkominn inn á sem varamaður. Hann fékk stungusendingu frá Havertz en skaut framhjá úr mjög álitlegu færi.

Besta færi City til að jafna kom á 90. mínútu þegar Ruben Dias sendi boltann fyrir markið en enginn leikmaður þeirra náði að pota boltanum inn af stuttu færi. Mahrez átti svo eftir að eiga skot rétt yfir markið með skoti af vítateigslínunni.

Chelsea hélt út. Lokatölur 1-0. Chelsea er Evrópumeistari!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar