fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Líklegast að Donnarumma spili í La Liga næsta vetur

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 29. maí 2021 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona eru líklegastir til að hreppa Gianluigi Donnarumma á frjálsri sölu í sumar. Paris Saint-Germain hefur einnig áhuga. Juventus hefur þá verið nefnt til sögunnar en samkvæmt frétt Sky Sport Italia ætla þeir að halda sig við Wojciech Szczesny.

Það var greint frá því í vikunni að Donnarumma myndi ekki framlengja samningi sínum við AC Milan. Hann rennur út í sumar. Þrátt fyrir að Barcelona sé fyrir með þýska landsliðsmarkvörðinn Marc-Andre ter Stegen í sínum röðum hafa þeir mikinn áhuga á að ná í Donnarumma.

PSG gerði nýverið nýjan samning við Keylor Navas en eru þó með auga á markverðinum unga.

Mörgum þótti liggja í augum uppi að Juventus myndi sækja Donnarumma yfir til Tórínó þegar ljóst var að hann yrði laus í sumar. Nú er hins vegar útlit fyrir að Max Allegri, sem er ný tekinn við liðinu á nýjan leik, vilji hafa Szczesny í markinu hjá sér.

Mino Raiola er umboðsmaður Donnarumma og er talið að hann krefjist 10 milljóna evra í árslaun fyrir hönd markvarðarins. Sú upphæð gæti verið fráhrindandi fyrir einhver lið vegna fjárhagsástandsins víða í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Í gær

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG