fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Arsenal gæti losað sig við þrjá miðjumenn – ,,Hefur brennt allar brýr að baki sér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 29. maí 2021 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal mun líklega losa sig við miðjumenn á næstunni. Matteo Guendouzi, Granit Xhaka og Lucas Torreira gætu allir verið á förum. Fabrizio Romano greinir frá þessu.

Roma hefur áhuga á að kaupa Xhaka, sem hefur verið hjá Arsenal frá því 2016. Þeir vilja ná samningum við Arsenal og leikmanninn sem fyrst.

Lucas Torreira hefur verið á láni hjá Atletico Madrid á tímabilinu sem er nýlokið. Hann vann til að mynda La Liga með félaginu. Arsenal er sagt opið fyrir því að selja hann.

Guendouzi var á láni hjá Hertha Berlin á tímabilinu. Það þykir nánast óumflýjanlegt að hann fari annað þegar hann snýr aftur úr láninu. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er ekki mikill aðdáandi. Þá skrifuðu þeir James McNicholas og Mark Carey grein fyrir The Athletic á dögunum þar sem þeir sögðu Guendouzi hafa ,,brennt allar brýr að baki sér hjá Arsenal.“ Leikmaðurinn getur verið ansi skapstór og tók meðal annars Neal Maupay, leikmann Brighton, hálstaki í leik með Arsenal í fyrra. Marseille er langlíklegasti áfangastaður Frakkans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mourinho hélt að hann fengi annað starf

Mourinho hélt að hann fengi annað starf
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rashford mætti seint og var refsað

Rashford mætti seint og var refsað
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta í sögubækurnar í gær – Enginn annar náð þessu gegn Guardiola

Arteta í sögubækurnar í gær – Enginn annar náð þessu gegn Guardiola