fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Hættir eftir sex ára starf – Ástæðan vekur athygli

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. maí 2021 20:40

Gary Lineker. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Lineker, sparkspekingurinn geðugi, hefur staðfest að hann muni láta af störfum sem stjórnandi umfjöllunnar um Meistaradeild Evrópu á BT Sport eftir úrslitaleik keppninnar annað kvöld. Hann ætlar að eyða næsta vetri, meðal annars, í það að elta Leicester um Evrópu ásamt sonum sínum.

Lineker, sem stýrir einnig hinum geysivinsæla markaþætti ,,Match of the Day“ á BBC, var boðinn nýr samningur hjá BT Sport en hafnaði honum.

Leicester mun leika í Evrópudeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa hafnað í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni sem er nýlokið. Lineker er harður stuðningsmaður liðsins. Hann vill hafa tíma til þess að bjóða sonum sínum með sér á leiki í Evrópukeppni.

,,Ég hef elskað að stjórna umfjöllun um bestu keppni í heimsfótboltanum og er svo stoltur af því að hafa verið hluti af frábærri umfjöllun undanfarin sex ár,“ var á meðal þess sem stóð í yfirlýsingu Lineker sem hann gaf út eftir að hafa tilkynnt um brottför sína.

,,Mig langar til þess að þakka BT Sport fyrir rausnarlegt tilboð en eftir að hafa íhugað málið mikið ef ég ákveðið að kalla þetta gott. Mér finnst vera kominn tími til þess að gera hluti sem ég hef alltaf lofað sjálfum mér að gera. Til dæmis að elta Leicester um alla Evrópu með sonum mínum (hversu mörg tækifæri fáum við til þess?) 

Manchester City og Chelsea mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea mögulega án lykilmanns í byrjun tímabils

Chelsea mögulega án lykilmanns í byrjun tímabils
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Árni Freyr hættur með Fylki

Árni Freyr hættur með Fylki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko reynir að kveikja áhuga hjá Liverpool

Umboðsmaður Sesko reynir að kveikja áhuga hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki
433Sport
Í gær

United skoðar markvörð – Onana verður lengi frá vegna meiðsla

United skoðar markvörð – Onana verður lengi frá vegna meiðsla
433Sport
Í gær

Sjáðu slagsmálin – Luis Enrique „kýldi“ stjörnu Chelsea í gólfið

Sjáðu slagsmálin – Luis Enrique „kýldi“ stjörnu Chelsea í gólfið
433Sport
Í gær

Donald Trump stal senunni eftir að Chelsea vann HM í gær – Sjáðu myndbandið

Donald Trump stal senunni eftir að Chelsea vann HM í gær – Sjáðu myndbandið