fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Ætla að taka úr gildi reglu sem hefur verið til staðar í meira en hálfa öld

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. maí 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA stefnir á að breyta Meistaradeildinni, ásamt öðrum Evrópukeppnum félagsliða á þeirra vegum, með því að taka útimarkaregluna úr gildi.

Reglan hefur verið í gildi frá því árið 1965, fyrst í Evrópukeppni bikarhafa. Hún hefur verið notuð til þess að útkljá sigurvegara þegar lið gera jafntefli í tveggja leikja einvígi. Þá vinnur það lið sem skoraði fleiri mörk á útivelli.

Tillagan að því að taka regluna úr gildi verður nú færð til framkvæmdanefndar. Ef hún er samþykkt þar mun reglan heyra sögunni til.

Ef það kemur til þess munu tveggja leikja einvígi í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og hinni nýju Sambandsdeild sem standa jöfn eftir tvo 90 mínútna leiki einfaldlega fara í framlengingu, óháð því hvort að annað liðið hafi skorað fleiri útivallarmörk.

Útimarkareglan hefur verið gagnrýnd af mörgum fyrir ýmsar sakir. Þar á meðal vegna þess að þegar einvígi hafa farið í framlengingu hefur annað liðið 30 mínútur til viðbótar til þess að skora hið mikilvæga útivallarmark. Það munu því einhverjir fagna ef til þess kemur að reglan verði felld úr gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea mögulega án lykilmanns í byrjun tímabils

Chelsea mögulega án lykilmanns í byrjun tímabils
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Árni Freyr hættur með Fylki

Árni Freyr hættur með Fylki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko reynir að kveikja áhuga hjá Liverpool

Umboðsmaður Sesko reynir að kveikja áhuga hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki
433Sport
Í gær

United skoðar markvörð – Onana verður lengi frá vegna meiðsla

United skoðar markvörð – Onana verður lengi frá vegna meiðsla
433Sport
Í gær

Sjáðu slagsmálin – Luis Enrique „kýldi“ stjörnu Chelsea í gólfið

Sjáðu slagsmálin – Luis Enrique „kýldi“ stjörnu Chelsea í gólfið
433Sport
Í gær

Donald Trump stal senunni eftir að Chelsea vann HM í gær – Sjáðu myndbandið

Donald Trump stal senunni eftir að Chelsea vann HM í gær – Sjáðu myndbandið