Nike hefur greint frá því að fyrirtækið hafi rift samningi sínum við Neymar á síðasta ári vegna ásakanna um grófa kynferðislega áreitni, þá vildi Neymar ekki taka þátt í því að upplýsa um málið í samstarfi við Nike. Var það til þess að Nike rifti samningi við Neymar sem átti að gilda til ársins 2022.
Neymar er sakaður af starfsmanni Nike um að hafa áreitt sig kynferðislega árið 2016, meint áreiti á að hafa átt sér stað í New York árið 2016 en Neymar neitar sök.
Starfsmaður sakar Neymar um að hafa reynt að þvinga sig til að veita honum munnmök á hótelherbergi í New York þegar Neymar var í borginni til að auglýsa vörur Nike.
Neymar er sakaður um að hafa klætt sig úr nærbuxunum og sagt konunni að veita sér munnmök, þá segir konan að Neymar hafi staðið fyrir hurðinni og neitað að hleypa sér út.
Neymar hafnar þessu öllu en starfsmaður Nike lét fyrirtækið vita árið 2018, fyrirtækið hóf rannsókn á málinu ári síðar og hættu að nota Neymar í auglýsingum. Hann vildi ekkert hjálpa til við að upplýsa um málið og var samningi hans við Nike rift. Samningurinn gaf Neymar verulegar upphæðir í vasann.
Hann samdi við Puma eftir að samningi hans við Nike var rift og er sagður einn tekjuhæsti íþróttamaður í heimi þegar kemur að samningi við íþróttavörumerki.