fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Hjátrúafullir Chelsea-menn þora ekki að vera í nýju treyjunni í úrslitaleiknum

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 27. maí 2021 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea ætla ekki að spila í nýju treyjunni sem verður í notkun á næsta tímabili í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni eins og átti að vera. Þetta er gert til þess að róa ýmsa menn innan herbúða liðsins sem eru ansi hjátrúafullir.

Í FA bikarnum og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar hjá konunum spilaði félagið í nýju treyjunum.

Chelsea hefur tapað báðum leikjunum sem félagið hefur spilað í nýju treyjunum og eru menn innan félagsins hræddir um það að félagið tapi leiknum nema þeir verði í gömlu treyjunum.

Í úrslitaleiknum árið 2008 þá spilaði félagið í nýju treyjunum og tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Manchester United. En árið 2012 spilaði félagið í „gömlu“ treyjunum og unnu þann leik gegn Bayern Munchen. Þá spilaði Chelsea einnig í gömlu treyjunni þegar Chelsea sigraði Arsenal í Evrópudeildinni árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans