fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Pressa á UEFA að hætta við breytingar á Meistaradeildinni

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 27. maí 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er komin alvöru pressa á UEFA að hætta við breytingar á Meistaradeildinni sem þeir tilkynntu í apríl. Sú tilkynning fór algjörlega í skuggann af Ofurdeildinni frægu sem hætt var við aðeins nokkrum dögum seinna.

Meðal þeirra breytinga sem eiga að verða á Meistaradeildinni eru að fleiri leikir verða spilaðir og einnig á að tryggja það að „stóru klúbbarnir“ í Evrópu geti komist í keppnina án þess að hafa tryggt sér réttinn til þess úr deildarkeppni.

Forseti LaLiga, Javier Tebas, er í stjórn samtakanna sem munu koma til með að endurskoða þessa ákvörðun UEFA og segist hann sannfærður um það að fallið verði frá þessari ákvörðun, samkvæmt Marca.

Þá sagði formaður Crystal Palace, Steve Parish, á fundi í Madríd í vikunni að það væru breytingar á leiðinni.

UEFA tilkynnti að frá 2024 myndi fjöldi liða aukast úr 32 í 36, og af þessum fjórum aukasætum færi helmingur til „stóru liðanna“ sem hefðu ekki tryggt sér rétt á að spila í Meistaradeildarsæti úr deildarkeppni. Í frétt Daily Mail segir að þetta svipi til þess sem Ofurdeildin fræga ætlaði að gera og verða fótboltaaðdáendur um heim allan ósáttir ef ekki verður hætt við þessa breytingu á Meistaradeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans