Marcus Rashford varð fyri kynþáttaníði eftir að Villarreal varð sigurvegari Evrópudeildarinnar árið 2021 eftir sigur á Manchester United í vítaspyrnukeppni í gær. Gerard Moreno kom Villarreal yfir á 29. mínútu leiksins. Hann kom boltanum þá í netið eftir aukaspyrnu Daniel Parejo. Man Utd hafði verið meira með boltann á þessum tímapunkti leiksins en ekki ógnað marki andstæðinga sinna mikið. Staðan var 1-0 eftir fremur rólegan fyrri hálfleik.
Edinson Cavani jafnaði metin fyrir Man Utd eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Boltinn hrökk þá fyrir hann eftir að Scott McTominay hafði komið fætinum inn í skot Marcus Rashford. Cavani var fljótur að átta sig og kom boltanum í netið. 1-1. Leikmenn Man Utd voru klárlega ferskari aðilinn á vellinum eftir þetta og voru líklegra liðið til að finna sigurmark í venjulegum leiktíma. Allt kom þó fyrir ekki og því þurfti að framlengja.
Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Í henni virtist enginn ætla að klúðra. Það var ekki fyrr en David De Gea klikkaði á elleftu spyrnu Man Utd að úrslitin réðust. Þá höfðu allir aðrir leikmenn tekið spyrnu í vítaspyrnukepnninni. Villarreal vann vítaspyrnukeppnina 11-10! Þetta var lengsta vítaspyrnukeppni í sögu Evrópukeppna
Rashford greinir frá því að fjöldi skilaboða hafi borist til hans eftir leik, flest af þeim rasísk. „Hið minnsta 70 skilaboð á samfélagsmiðlum til mín í dag, fyrir þá sem eru að reyna að láta mér líða verr en mér líður nú þegar. Gangi ykkur vel,“ sagði Rashford sár og svekktur eftir tapið.
„Ég er meira reiður yfir því að einn þeirra sem sendi mér einkaskilaboð er stærðfræðikennari með opin reikning. Hann kennir börnum.“
I’m more outraged that one of the abusers that left a mountain of monkey emojis in my DM is a maths teacher with an open profile. He teaches children!! And knows that he can freely racially abuse without consequence…
— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) May 27, 2021