Hansi Flick mun taka við þjálfun þýska landsliðsins eftir Evrópumótið í sumar en þetta hefur nú verið staðfest.
Vitað hefur verið um langt skeið að Flick myndi taka við, hann sagði upp starfi sínu hjá FC Bayern þegar ljóst var að Joachim Löw væri að hætta.
Löw ákvað að segja upp starfi sína hjá Þýskalandi en hann gerði liðið að Heimsmeisturum árið 2014 í Brasilíu.
Flick hefur náð góðum árangri hjá Bayern en tekur nú við þýska landsliðinu en liðið hefur hikstað síðustu ár undir stjórn Löw.
OFFICIAL: Hansi Flick will become Germany's new manager after Euro 2020.
He leaves Bayern Munich with an 81% win ratio, winning 7 trophies in 18 months 🤯👏 pic.twitter.com/jQE2H6XVmq
— ESPN FC (@ESPNFC) May 25, 2021