fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Úrslitaleikurinn í hættu fyrir Mendy?

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 21:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edouard Mendy, markvörður Chelsea, fór meiddur af velli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Stjóri Chelsea segir að allt verði gert svo að Mendy geti verið klár fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Markvörðurinn meiddist í aðdraganda fyrra marks Aston Villa í dag. Leiknum lauk 2-1 fyrir Villa. Kepa Arrizabalaga leysti hann af.

Chelsea mætir Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn. Það er því virkilega mikilvægt fyrir þá að hafa markvörðinn sinn, sem hefur verið frábær á leiktíðinni, heilan.

,,Við munum fá meiri upplýsingar á morgun um það sem er í gangi. Við sjáum hvort það sé möguleiki og ef hann er til staðar munum við gera allt til þess að hafa hann í markinu á laugardaginn,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, eftir leikinn í dag.

Arrizabalaga hefur fengið töluverða gagnrýni fyrir frammistöður sínar með Chelsea frá því hann kom til liðsins árið 2019. Stuðningsmenn munu því án efa krossa fingur upp á það að Mendy verði klár í stærsta leik tímabilsins á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot