fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Pepsi Max deild karla: Mikilvægur sigur KR í stórleiknum

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 22. maí 2021 17:52

Ægir Jarl skoraði í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH tók á móti KR í stórleik í 5. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Síðarnefnda liðið tók öll þrjú stigin með sér aftur heim í Vesturbæ.

Gestirnir komust yfir strax á 8. mínútu leiksins. Þá skoraði Ægir Jarl Jónasson með skalla eftir horspyrnu sem Atli Sigurjónsson tók. KR-ingar voru mun betri í byrjun leiksins en heimamenn tóku við sér þegar leið á fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 0-1.

Snemma í seinni hálfleik fengu gestirnir víti. Þá braut Guðmundur Kristjánsson á Kjartani Henry Finnbogasyni innan teigs. Á punktinn steig Pálmi Rafn Pálmason og skoraði af öryggi framhjá Gunnari Nielsen.

FH-ingum tókst lítið að ógna KR það sem eftir lifði leiks og sigldu gestirnir sigrinum í hús. Lokatölur 0-2.

KR er nú komið í sjötta sæti deildarinnar með 7 stig. FH er með 10 stig í fjórða sæti. Þetta var þeirra fyrsti tapleikur á leiktíðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

EIginkona eiganda West Ham að munnhöggvast við stuðningsmenn félagsins sem eru reiðir

EIginkona eiganda West Ham að munnhöggvast við stuðningsmenn félagsins sem eru reiðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Neville greinir stöðu Arsenal – Efast um Arteta og segir liðið of einhæft

Neville greinir stöðu Arsenal – Efast um Arteta og segir liðið of einhæft
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld