fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Formaðurinn virkilega ósáttur – ,,Liðin verða bara að hætta þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 22. maí 2021 19:00

Arnar Sveinn. Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kom fram í gær þá mátti Sölvi Snær Guðbjargarson ekki spila með Breiðabliki gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í gær vegna Klásúlu í kaupsamningi leikmannsins sem liðin gerðu með sér. Málið var rætt í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Þar voru menn sammála um það að ákvæðið væri fáránlegt.

,,Ég finn ekki til með Blikum eða neitt slíkt en ég finn til með stráknum. Hann er búinn að ganga til liðs við Breiðablik. Hann er ekkert þarna á láni eða neitt,“ sagði Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi.

Arnari Sveini Geirssyni, formanni leikmannasamtaka Íslands og gestur í þættinum, fannst galið að hafa slíkt ákvæði í kaupsamningnum.

,,Þetta er náttúrulega bara fáránlegt. Liðin verða bara að hætta þessu. Þau verða að hætta að setja einhverja svona klásúlur af því að þetta er ekki partur af einhverjum KSÍ-samning. Leyfðu manninum manninum að spila. Þú ætlar ekki að nota hann eða þá gerir ekki nægilega mikið til þess að halda honum  í þínu liði. Sýndu honum þá það respect, þá virðingu að leyfa honum að spila leikinn.“

Hjörvar sagði að ákvæðið hafa aðallega bitnað á leikmanninum sjálfum sem þarf að fá að spila.

,,Mér finnst bara vera eitt fórnarlamb í þessu og það er Sölvi Snær. Nú er 20% af mótinu búið og hann er ekki búinn að spila neitt.“ 

Kristján Óli Sigurðsson tók í svipaðan streng. Hann telur að þetta gæti gert Sölva erfiðara fyrir að koma sér í liðið hjá Blikum.

,,Nú vinnur Breiðablik 4-0. Næsti leikur er á móti Skaganum, sem að reyndar unnu í kvöld. Ég geri samt kröfu á að Breiðablik fari upp á Skipaskaga og nái í þrjá punkta. Ef allt er eðlilegt er Óskar ekki að fara að breyta liðinu mikið fyrir leikinn á móti Skaganum. Hvað þá ef að þeir vinna hann.“

,,Hann færist bara lengra frá liðinu, aftar í röðina,“ bætti Hjörvar við að lokum.

Smelltu hér til þess að hlusta á þátt Dr. Football. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot