fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Arsenal að losa sig við vandræðagemsann

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. maí 2021 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal og Marseille eru sögð hafa samið um kaupverð á miðjumanninum Matteo Guendouzi.

Guendouzi spilaði reglulega undir stjórn Unai Emery hjá Arsenal en eftir að Mikel Arteta tók við fór tækifærum hans fækkandi. Hann hefur verið á láni hjá Hertha Berlin á þessu tímabili. Arteta sér ekki not fyrir hann þegar lánssamningnum er lokið.

Þessi 22 ára gamli Frakki er án efa hæfileikaríkur en hefur verið gagnrýndur fyrir að vera ekki alltaf með hausinn rétt skrúfaðan á. Það er meðal annars eftirminnilegt þegar hann tók Neal Maupay, leikmann Brighton, hálstaki í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Kaupverðið sem Marseille og Arsenal hafa komið sér saman um er talið vera um 20 milljónir evra. Það er því útlit fyrir að Guenzouzi muni reyna fyrir sér í heimalandinu á næstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sveindís Jane á erfitt með að taka undir orðræðu margra Íslendinga í sumar

Sveindís Jane á erfitt með að taka undir orðræðu margra Íslendinga í sumar
433Sport
Í gær

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Rashford mætti seint og var refsað

Rashford mætti seint og var refsað