fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Solskjær færir stuðningsmönnum United vondar fréttir

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. maí 2021 14:30

Harry Maguire

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nánast útilokað að Harry Maguire fyrirliði Manchester United verði heill heilsu þegar úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni fer fram í næstu viku.

Maguire meiddist á dögunum þegar hann skaddaði liðbönd í ökkla sínum, varnarmaðurinn er byrjaður að labba en getur ekki hlaupið.

„Hann er byrjaður að labba en það er langur vegur frá því að hlaupa. Ég held að hann verði ekki með í Gdansk,“ sagði Solskjær.

Án Maguire er varnarleikur United í molum og því fær Maguire allan þann tíma sem hann þarf til að eiga veika von.

„Ég hef sagt það áður, ég gef honum til þriðjudags til þess að ná heilsu. Það kvöldið er síðasta æfingin fyrir leik, við sjáum hvort hann eigi einhvern séns.“

„Hann er að verða betri en liðböndin taka tíma til að jafna sig. Hann er virkilega mikilvægur í klefanum okkar, algjör leiðtogi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot