fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Tottenham gefur út yfirlýsingu – eru þeir að skjóta á Kane?

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 18. maí 2021 18:20

Harry Kane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi kom það í ljós að Harry Kane hafi tilkynnt Tottenham að hann vilji fara annað í sumar. Stjórn Tottenham er sögð vera brjáluð yfir tímasetningu kappans en nú er lokavikan í ensku deildinni að hefjast og liðið á enn eftir að tryggja sér Evrópusæti.

Liðið gaf í dag út stutta yfirlýsingu um málið.

„Við einbeitum okkur að því að klára tímabilið eins vel og hægt er. Allir ættu að vera einbeittir að því markmiði,“ sagði í stuttri yfirlýsingu félagsins í frétt Evening Standard.

Aðdáendur halda að Tottenham sé með þessu að tala sérstaklega til Harry Kane og biðja hann um að einbeita sér að síðustu tveimur leikjunum gegn Aston Villa og Leicester en Tottenham vonast eftir úrslitum úr þeim leikjum til þess að ná Evrópusæti.

Þá er stjórn Tottenham einnig pirruð á því að Ryan Mason, sem er tímabundinn stjóri félagsins, þurfi að svara fyrir fréttirnar um Harry Kane og það taki fókusinn af mikilvægu leikjunum framundan.

Nokkur lið eru sögð vera í baráttunni um Kane en hann vill sjálfur vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. Helstu liðin sem berjast um kappann eru Manchester United, Manchester City og Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Birtir morðhótun sem hann fékk í gær eftir að hafa birt myndir af fólki

Birtir morðhótun sem hann fékk í gær eftir að hafa birt myndir af fólki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bróðir Garnacho í hnífabardögum á netinu – „„Þú ert 150 kíló, farðu í helvítis ræktina“

Bróðir Garnacho í hnífabardögum á netinu – „„Þú ert 150 kíló, farðu í helvítis ræktina“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Í gær

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?
433Sport
Í gær

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir