fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Tottenham gefur út yfirlýsingu – eru þeir að skjóta á Kane?

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 18. maí 2021 18:20

Harry Kane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi kom það í ljós að Harry Kane hafi tilkynnt Tottenham að hann vilji fara annað í sumar. Stjórn Tottenham er sögð vera brjáluð yfir tímasetningu kappans en nú er lokavikan í ensku deildinni að hefjast og liðið á enn eftir að tryggja sér Evrópusæti.

Liðið gaf í dag út stutta yfirlýsingu um málið.

„Við einbeitum okkur að því að klára tímabilið eins vel og hægt er. Allir ættu að vera einbeittir að því markmiði,“ sagði í stuttri yfirlýsingu félagsins í frétt Evening Standard.

Aðdáendur halda að Tottenham sé með þessu að tala sérstaklega til Harry Kane og biðja hann um að einbeita sér að síðustu tveimur leikjunum gegn Aston Villa og Leicester en Tottenham vonast eftir úrslitum úr þeim leikjum til þess að ná Evrópusæti.

Þá er stjórn Tottenham einnig pirruð á því að Ryan Mason, sem er tímabundinn stjóri félagsins, þurfi að svara fyrir fréttirnar um Harry Kane og það taki fókusinn af mikilvægu leikjunum framundan.

Nokkur lið eru sögð vera í baráttunni um Kane en hann vill sjálfur vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. Helstu liðin sem berjast um kappann eru Manchester United, Manchester City og Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“
433Sport
Í gær

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun
433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög