fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Fræga fólkið og enski boltinn – Hluti V

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 18. maí 2021 20:20

Will Ferrel ásamt John Terry

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fræga fólkið fylgist líka með enska boltanum en með hvaða liðum í enska boltanum halda stjörnurnar? Hér verður farið yfir hvaða stjörnur styðja Chelsea, West Ham, Southampton og Fulham.

Chelsea – Will Ferrel og Gordon Ramsey
Chelsea er staðsett á besta stað í London og því kemur ekki á óvart að margar stjörnur  styðji félagið. Þar má nefna Natalie Dormer, Jeremy Clarkson, Mark Ronson, Ellie Goulding, Gordon Ramsey, Damon Albarn, Michael Caine og Cara Delevigne. Þá hefu leikarinn Will Ferrell lengi verið stuðningsmaður liðsins og mætir á völlinn við tækifæri. Kate Middleton er einnig talin vera stuðningsmaður Chelsea en hún hefur á síðari árum fylgt eiginmanni sínum á Aston Villa leiki, kannski hefur hann náð að snúa henni?

Will Ferrel ásamt John Terry

 

 

 

 

 

 

 

West Ham – James Corden og Elísabet Englandsdrottning
Lengi hefur verið talað um að Elísabet Englandsdrottning styðji West Ham en ekki er hún daglegur gestur á London Stadium enda nóg annað að gera. James Corden, þáttastjórnandi The Late late show, er harður stuðningsmaður West Ham. Hann var reglulegur gestur á leiki liðsins og steggjunin hans fór meira að segja að hluta til fram á Upton Park, gamla heimavelli West Ham. Þetta eru ekki einu stjörnurnar en Keira Knightly, John Cleese, Ray Winstone og Kriss Akabusi styðja liðið ásamt Russel Brand en frægt er þegar hann truflaði viðtal við Sam Allardyce til að kyssa hann.

James Corden sést oft á leikjum hjá West Ham

 

 

 

 

 

 

 

Southampton – Will Champion og Craig David
Það er eitthvað við Southampton sem virðist ekki heilla stjörnurnar. Þekktustu stuðningsmenn félagsins eru Will Champion, trommuleikari Coldplay og söngvarinn Craig David. David hefur verið stuðningsmaður liðsins frá unga aldri og hefur oft tekið þátt í ýmsum atburðum á vegum félagsins.

Will Champion ásamt félögum sínum í Coldplay

 

 

 

 

 

 

Fulham – Margot Robbie og Hugh Grant
Leikkonan Margot Robbie hefur viðurkennt að vera stuðningsmaður félagsins og stundum tjáð sig um það í viðtölum. Leikarinn Hugh Grant sést reglulega á Craven Cottage og segist vera harður stuðningsmaður. Frægt er þegar Fulham átti í fjárhagsvandræðum og gátu ekki keypt Robbie Herrera árið 1993 en þá steig Hugh Grant inn og borgaði hluta af kaupverðinu. Þá er talið að Pierce Brosnan, Daniel Radcliffe og EMINEM styðji félagið þrátt fyrir að þeir félagar hafi ekki sést oft á vellinum.

Hugh Grant ásamt Fabio Capello á leik með Fulham
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Birtir morðhótun sem hann fékk í gær eftir að hafa birt myndir af fólki

Birtir morðhótun sem hann fékk í gær eftir að hafa birt myndir af fólki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bróðir Garnacho í hnífabardögum á netinu – „„Þú ert 150 kíló, farðu í helvítis ræktina“

Bróðir Garnacho í hnífabardögum á netinu – „„Þú ert 150 kíló, farðu í helvítis ræktina“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Í gær

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?
433Sport
Í gær

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir