fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Dramatík og rifrildi í Keflavík – Fullyrt að Eysteinn hafi ekki mætt til vinnu í nokkra daga

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavík fer ekki vel af stað í efstu deild karla en liðið er með þrjú stig eftir fjórar umferðir, Keflavík er komið aftur upp í deild þeirra bestu en liðinu hefur vegnað illa í efstu deild undanfarin ár.

Gengi Keflavíkur var til umræður í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag en þar var fullyrt að mikill ágreiningur hafi verið í þjálfarateymi liðsins í aðdraganda mótsins. Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson eru þjálfarar liðsins.

„Ég heyrði fyrir mót og þegar mótið var að byrja að það væri núningur í klefanum Í Keflavík,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnandi þáttarins.

Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur þáttarins er búsettur í Reykjanesbæ og kafaði ofan í málið fyrir þátt. „Það var pirringur í þjálfarateyminu, Eysteinn og Siggi lentu upp á kant. Það var pirringur í nokkra daga en það var svo leyst,“ sagði Hrafnkell.

Hrafnkell segir að Eysteinn hafi ekki mætt til starfa í nokkra daga eftir rifrildi þeirra. „Þetta var 5-10 dögum fyrir mót. Það var bullandi dramatík, ég held að Eysteinn hafi ekki mætt í 4-5 daga á æfingar. Þið getið séð það á fundinum fyrir mót að Eysteinn var ekki mættur

Kristján Óli Sigurðsson gagnrýndi Sigurð Ragnar fyrir viðtal hans eftir tap gegn KA í gær. „Viðtalið við hann í gær var skrýtið, hann var að urða yfir sína menn fyrir að vera að tuða og gul spjöld. Ég myndi ræða þetta við leikmennina en ekki í fjölmiðlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“
433Sport
Í gær

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun
433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög