fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Hvað gerir Heimir Hallgrímsson? – Orðrómur í gangi um Sviss

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 13:21

Mynd: Síminn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson og hans íslenska þjálfarateymi lét af störfum hjá Al-Arabi í Katar í gær. Eftir tvö og hálft ár í starfi var samningur Heimis á enda. Freyr Alexandersson og Bjarki Már Ólafsson voru aðstoðarmenn hans.

Óvíst er hvaða skref Heimir tekur, dvölin í Katar gæti hafa opnað stórar dyr í Asíu en gengi Al-Arabi var upp og ofan undir stjórn Heimis.

Orðrómur er í gangi um að Heimir gæti tekið við Servette FC í Sviss en um er að ræða sögufrægt félag. Alain Geiger er í dag þjálfari Servette en hann lék 112 landsleiki fyrir Sviss áður en hann fór út í þjálfun. Liðið leikur í úrvalsdeildinni þar í landi.

Þá er vitað að félög í MLS deildinni hafa lengi horft til Heimis en árangur Íslands undir stjórn Heimis vakti mikla athygli í Bandaríkjunum.

Það er sagt ólíklegt að Heimir haldi til Íslands og taki við liði hér á landi, eftir frábæran árangur sem þjálfari Íslands opnuðust dyrnar í Katar og hefði hann áhuga á að starfa áfram erlendis.

Heimir er 53 ára gamall en hann var sagður þéna vel yfir 200 milljónir íslenskra króna á ári í Katar. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði Íslands er áfram í herbúðum Al-Arab og á hann eitt ár eftir af samningi sínum í Katar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax