fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Í skjóli nætur lét hann ferja bílaflota sinn burt úr borginni – Bílar fyrir 3 milljarða

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo leikmaður Juventus hefur vakið athygli á Ítalíu fyrir atvik sem átti sér stað í skjóli nætur, þar lét Ronaldo flytja bílaflota sinn burt úr borginni.

Stór sendiferðabíll frá fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að ferja dýra bíla mætti að heimili hans. Sama fyrirtæki mætti á svæðið þegar Ronaldo flutti til Ítalíu fyrir þremur árum.

Bílaflotinn sem Ronaldo flutti frá Ítalíu í gær kostar 17 milljónir punda eða tæpa 3 milljarða íslenskra króna. Þarna má finna Bugatti, Maseratte, Benz jeppa, Ferrari og fleiri fallega bíla.

Talið er næsta víst að Ronaldo fari frá Juventus í sumar og sú staðreynd að hann er að flytja bílaflota sinn frá Torino ber þess merki. Fjöldi starfsmanna mætti á svæðið til að flytja bílana en Ronaldo mætti á svæðið og ræddi við mannskapinn.

Fyrirtækið Rodo Cargo sá um að taka bílana af heimili Ronaldo en óvíst er hvert farið verður með þá. Sama fyrirtæki kom með bílaflota Ronaldo frá Madríd fyrir þremur árum.

Ronaldo hefur verið orðaður við Sporting Lisbon á heimalandi sínu en einnig við endurkomu til Real Madrid eða Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið á Anfield í kvöld – Mætir sínu gamla félagi í fyrsta leik

Líkleg byrjunarlið á Anfield í kvöld – Mætir sínu gamla félagi í fyrsta leik
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hojlund opnar dyrnar og viðræður komnar á fullt

Hojlund opnar dyrnar og viðræður komnar á fullt
433Sport
Í gær

Markavél á leið í Skírisskóg

Markavél á leið í Skírisskóg
433Sport
Í gær

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys