fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Vardy í draumaheimi – Svaf með verðlaunin um hálsinn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. maí 2021 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester er enskur bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Chelsea í úrslitaleik á Wembley um helgina. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og mjög taktískur. Hvorugt liðið tók mikla áhættu og hélt spilunum þétt að sér. Chelsea var aðeins meira með boltann en Leicester átti aðeins hættulegri færi. Staðan í hálfleik var markalaus.

Það var Leicester sem komst yfir á 63. mínútu með frábæru marki Youri Tielemans. Reece James átti þá slaka sendingu úr vörn Chelsea sem að Ayoze Perez náði að komast inn í . Þaðan barst boltinn til Luke Thomas sem kom boltanum á Tielemens sem tók tvær snertingar áður en hann hamraði boltann glæsilega upp í vinstra hornið af löngu færi. 1-0 fyrir refina. Chelsea lá á Leicester eftir markið. Tvisvar þurfti Kasper Schmeichel að hafa sig allan við til að verja. Fyrst varði hann skalla Ben Chillwell alveg úti við stöng á 78. mínútu. Um tíu mínútum síðar gerði hann svo frábærlega í því að verja fast skot Mason Mount.

Á 90. mínútu kom Chelsea boltanum í netið. Leikmenn liðsins fögnuðu innilega en eftir skoðun í VAR komust dómarar að þeirri niðurstöðu að Ben Chillwell hafi verið rangstæður í aðdraganda marksins. Það var um millimetraspursmál að ræða. Ótrúleg dramatík. Lokatölur urðu 1-0 fyrir Leicester sem vinnur enska bikarinn í fyrsta sinn í sögunni.

Jamie Vardy framherji Leicester hefur vakið athygli fyrir það að hafa sofið með medalíuna um hálsinn. Eiginkona hans birti mynd af því.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vardy sefur með medadlíu en hann gerði slíkt hið sama árið 2016 þegar Leicester varð enskur meistari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

City að lána norska undrabarnið til Boro

City að lána norska undrabarnið til Boro
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns
433Sport
Í gær

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning
433Sport
Í gær

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir
433Sport
Í gær

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum