fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Hörmungarástand á Akureyri og lausn ekki í sjónmáli: „Það er að okkar mati hneisa“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástandið til knattspyrnuiðkunnar á Akureyri er ekki gott, KA sem leikur í efstu deild karla þarf í upphafi sumars að leika heimaleiki sína á Dalvík. Á sama tíma þarf Þór og kvennaliðið Þór/KA að leika heimaleiki sína í Boganum þar sem aðstaða fyrir áhorfendur er bagaleg.

Bæði KA og Þór hafa í mörg ár barist fyrir bættri aðstöðu en hingað til talað fyrir tómum eyrum hjá Akureyrabæ.

„Það er að okkar mati hneisa að Þór/KA hafi þurft að spila sinn fyrsta heimaleik inni í Boganum, en aðalvöllurinn, sem er flottur yfir hásumarið, er ekki klár á þessum árstíma,“ sagði Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs í samtali við Fréttablaðið.

Reimar segir að það sé vond staða sem félagið er í en aðstaða Þórs er þó talsvert betri en sú sem er á svæði KA. „Það er þyngra en tárum taki að senda börnin okkar inn í Bogann að æfa yfir hásumarið af því að æfingaaðstaðan utanhúss er löngu sprungin og grassvæðin okkar ekki nógu góð.“

Reimar segir að deiluskipulagið á svæðinu sé ekki gott fyrir Þór. „Það gefur augaleið að við getum ekki annað þeirri eftirspurn sem mun koma með þeim nýju byggingum sem eru á núverandi deiliskipulagi. Við viljum ekki lenda í því sama og KA-menn, það er að byggt sé í kringum okkur og svo farið að velta vöngum yfir uppbyggingu á íþróttamannvirkjum,“ segir framkvæmdastjórinn.

Reimar og aðrir sem starfa í fótboltanum á Akureyri horfa öfundar augum í höfuðborgina. „Þegar við sjáum aðstöðuna hjá liðum fyrir sunnan þá sjáum við að þar er uppbygging á íþróttasvæðum gerð með meiri metnaði og fagmennsku en hér fyrir norðan,“ segir Reimar við Fréttablaðið.

Arnar vill bætta aðstöðu:

Arnar Grétarsson þjálfari KA stýrði liði sínu gegn Leikni í gær á Dalvík, hann segir að aðstaðan á Akureyri sé óboðleg. „Þetta er bara staðreynd, aðstaðan er mjög slæm. Akureyri er höfuðstaður Norðurlands og KA er félag sem vill keppa. Það er ekki hægt að bera saman aðstöðu og KA og félaga fyrir sunnan. Það er bara staðreynd. Ég held að það sé alveg kominn tími að fá alvöru völl,“ sagði Arnar við Fótbolta.net.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum