fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo vinalaus – Fékk frí í vikunni til þess að kaupa sér Ferrari

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 11:00

Ronaldo í verksmiðju Ferrari á dögunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo er einangraður í búningsklefa Juventus og á ekki neina vini á meðal liðsfélaga sinna. Þetta kemur fram í fréttum dagsins.

Ronaldo skoraði sitt 100 mark fyrir Juventus í 3-1 sigri á Sassuolo í gær en með sigrinum á Juventus enn veika von á sæti í Meistaradeildinni.

Í fréttum dagsins kemur fram að leikmenn Juventus hafi fengið nóg af því að Ronaldo fái sérmeðferð og þurfi ekki að leggja á sig sömu vinnu og aðrir.

Á mánudaginn þurftu allir leikmenn Juventus að mæta til æfinga eftir slæmt tap gegn Milan daginn áður, Ronaldo fékk hins vegar frí til þess að fara og kaupa sér Ferrari bíl. Ronaldo fór í verksmiðju Ferrari í Maranello.

Með Ronaldo í för voru Andrea Agnelli forseti Juventus og hefur þessi ferð pirrað marga leikmenn Juventus. Ronaldo keypti sér Ferrari Monza bíl sem kostar 1,4 milljón punda eða tæpar 250 milljónir íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Í gær

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Í gær

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“