fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Klopp skilur Solskjær vel og líkir þessu við glæp

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp stjóri Liverpool skilur Ole Gunnar Solskjær stjóra Manchester United vel að hafa gert miklar breytingar á liði sínu gegn Leicester. Liverpool er nú í verri stöðu er varðar baráttu í Meistaradeildinni eftir tap United í gær.

Leicester er nú níu stigum á undan Liverpool en Liverpool heimsækir United á morgun, United lék á sunnudag, í gær og á leik á morgun.

„Þetta var liðið sem ég átti von, ekki alveg en ég vissi að Solskjær yrði að gera breytingar,“ sagði Klopp.

„Þeir spiluðu sunnudag, þriðjudag og fimmtudag. Ég hef sagt það 500 sinnum að það er glæpur að spila á sunnudag, þriðjudag og fimmtudag.“

„Þetta er ekki Ole Gunnar Solskjær að kenna eða leikmönnum. Hefði ég gert það sama? Já, þú verður að gera það. Það er langt liðið á tímabilið og United er komið í úrslit Evrópudeildarinnar, það er ansi mikið af leikjum. Það er ekki hægt að spila á sunnudag, þriðjudag og fimmtudag.“

„United er í fríi næstu helgi, ég sé ekki um planið en þegar þetta var allt í gangi þá taldi ég þessu yrði raðað öðruvísi upp. Enska úrvalsdeildin útskýrði mál sitt að ekkert lið ætti að tapa á því sem gerðist í Manchester.“

„Það gekk ekki alveg upp, það tapaði enginn nema kannski Liverpool og West. EF við komumst ekki í Meistaradeildina er það ekki Ole Gunnar Solskjær eða ensku deildina að kenna. Það hefði samt verið hægt að gera hlutina öðruvísi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Í gær

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Í gær

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“