fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Heiðar Austmann brjálaður eftir gærdaginn: „Mun aldrei heimsækja Noreg. EVER“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Liverpool voru margir hverjir reiðir í gær þegar Manchester United tapaði gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni. Það var ekki tapið sem slíkt sem pirraði stuðningsmennina heldur sú staðreynd að Ole Gunnar Solskjær stillti upp varaliði sínu.

United hefur nú þegar tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu að ári en Leicester, Liverpool og fleiri lið berjast um að komast í þessa eftirsóttu keppni.

Sigur Leicester í gær var mikilvægur fyrir liðið en gerir það að verkum að Liverpool á minni möguleika á miða í Meistaradeildina. Liverpool heimsækir United á morgun. Lærisveinar Solskjær léku á sunnudag, í gær og á morgun, álagið því gríðarlegt og stjórinn treysti sér ekki til að spila á sama liðinu í öllum leikjum.

Þetta pirraði marga stuðningsmenn Liverpool út um allan heim og á Íslandi einnig, miklar umræður hafa skapast í hópi stuðningsmanna Liverpool á Facebook.

Heiðar Austmann einn vinsælasti útvarpsmaður í sögu Íslands er einn af þeim sem leggur orð í belg um málið. „Punglausi OGS, tölfræðilegur möguleiki á titlinum en stillir upp varaliði og hendir inn hvíta handklæðinu. Mun aldrei heimsækja Noreg. EVER!!,“ skrifar Heiðar á Facebook síðuna en Manchester City varð meistari við tap United í gær.

Heiðar vonar að Liverpool sem varð enskur meistari á síðustu leiktíð sanni ágæti sitt gegn United á morgun.  „Hann stillir upp sínu sterkasta á fimmtudaginn, vittu til. Á þá ósk heita við rúllum yfir MU til að sýna það að það er bara tilviljun/óheppni/meiðsli sem olli því að þeir eru fyrir ofan,“ skrifar útvarpsmaðurinn geðþekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Í gær

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Í gær

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“